|
Vinna fyrir Knattspyrnusamband Evrópu - UEFA |
Síðan 1999 hefur Stefán unnið fyrir Knattspyrnusamband Evrópu - uefa. Verkefnið er að skrifa greinar um íslenskan fótbolta, taka viðtöl, gera yfirlitsgreinar og fleira. Síðan þegar landsliðunum fór að ganga vel bættist við gagnasöfnun á tölfræði og um leikmenn svo sem má að gott gengi hafa komið á Stefán meiri vinnu en það var alveg þess virði.
Til að sjá hvar greinarnar eru á fréttavef UEFA skal fyrst smella á www.uefa.com, velja síðan hægra meginn "Country", fletta niður að Iceland og þá koma upp allar fréttir þar sem Ísland kemur fyrir.
Síðar gaf UEFA aðgang að Stefáni og undanfarin ár hefur hann unnið fyrir erlendar fréttastofur og fréttaheildsölur auk þess að lýsa leikjum beint í gegnum síma.
Margir hafa sagt frá og gert tillögur að efni og það má alveg skoða allt - sérstaklega ef það er hægt að auka veg íslenskrar knattspyrnu.
... meira |
|
|
|