Örgjörvar í kortum, lyklakippum og fleira |
Örgjörvar eru litlir kubbar, 1x1mm, og sjást ekki á eða í kortum enda viðkvæmir hlutir.
Í bankakortum má oft sjá gull- eða silfurplötu en það er ekki örgjörvinn heldur í raun bara innstunga fyrir örgjörvann. Þegar kortum er stundið í t.d. hraðbanka stingast litlir pinnar á þessa innstungu, sem les þá örgjörvann.
Í nándarkortum (contactless) sjást engin merki um örgjörva en hann er þá inní kortinum ásamt loftneti sem er líka undir plastinu og nemur sendingar frá lesurum.
Örgjörvar geta ýmist virkað sem vinnsluminni eða gagnageymsla, oftast þó blanda af hvoru tveggja allt eftir því hvernig á að nota hann. Þeir geta tekið frá 156K uppí 4Mb, sem auðvitað eru dýrari svo þegar þarf ekki "stórann" örgjörva er betra að kaupa með minna minni.
Sebra er með sýnishorn af öllu saman, hvort sem er örgjörvi, innstunga eða loftnet. |
|
|
|